Jólakort aflýst í ár vegna tæknilegra örðugleika.
Komst að því í dag að blekið í pennanum mínum var búið og filman í stafrænumyndavélinni var búin. Af þessum sökum og kannski nokkrum í viðbót fáið þið örfáu sem lesið þetta blog ekki jólakort í ár. Þetta leysir ykkur hins vegar engan vegin undan þeim skyldum að senda kort til mín :)
Hinn árlegi jólaannáll mun að sjálfsögðu vera birtur hér fyrir jól og þau ykkar sem vilja fá hann í tölvupósti, og þá eiginlega fáið þið jólakort, endilega setjið tölvupóstfang ykkar í "kommentin".
Með von um skilining,
Arnar Thor
Hinn árlegi jólaannáll mun að sjálfsögðu vera birtur hér fyrir jól og þau ykkar sem vilja fá hann í tölvupósti, og þá eiginlega fáið þið jólakort, endilega setjið tölvupóstfang ykkar í "kommentin".
Með von um skilining,
Arnar Thor
Ummæli
Les annálinn bara hér.
kv Munda
Styð samt þessa nýju jólahefð, gott fyrir viðskiptajöfnuðinn...
Kv. Heiðagella
ingafreyja@gmail.com
Annars ,,Gleðileg jól elsku kallinn minn og farsældar óskum við þér á nýja árinu". Ég verð víst að viðurkenna að ég sendi þau kort sem send verða þetta árið ekki fyrr en í dag og fleiri kort verða ekki send þetta árið og ef það verður ekki fyrirgefið, verð ég bara að lifa við það. Þú færð ekkert gamli minn en færð sendar fallegar hugsanir í staðinn. Hafðu það gott og njóttu jólanna :)
www.steig@islandia.is
sifkarls@gmail.com
hafðu það gott